Væri „martröð“ að rekja smit af íþróttamóti eða skemmtistað Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júní 2020 12:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira