Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila. Þá hafi framkvæmdasýsla ríkisins undanfarin ár unnið að hugmyndum með fjármála- og dómsmálaráðuneytinu um sameiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins.
FSR hefur í nokkurn tíma unnið að verkefninu en upphaflega átti einungis að finna hentugt húsnæði fyrir löggæsluaðila. Verkefnið hefur síðan stækkað og er nú stefnt að því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, tollgæslan, slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan 112 deili húsnæði.
Fyrr á þessu ári var settur aukinn þungi í verkefnið „enda hefur mikið mætt á viðbragðsaðilum það sem af er árinu 2020 og þörfin fyrir hentugt og nútímalegt húsnæði varð ljós,“ segir á vef FSR. Með sameiginlegu húsnæði veðri unnt að auka samstarf viðbragðsaðila auk þess sem samnýting rýma verði umtalsverð.