Auðlindir og pólitík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. júní 2020 11:30 Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar