Umdeilt atvik á Akureyri: „Af því við erum stelpur, fáum við alltaf lélegustu dómarana?“ Ísak Hallmundarson skrifar 25. júní 2020 12:30 Birgitta fékk rautt spjald um helgina en á myndbandi er erfitt að sjá brotið. facebook/umfgfotbolti Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það. UMF Grindavík Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það.
UMF Grindavík Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira