Umdeilt atvik á Akureyri: „Af því við erum stelpur, fáum við alltaf lélegustu dómarana?“ Ísak Hallmundarson skrifar 25. júní 2020 12:30 Birgitta fékk rautt spjald um helgina en á myndbandi er erfitt að sjá brotið. facebook/umfgfotbolti Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það. UMF Grindavík Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það.
UMF Grindavík Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira