Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 20:28 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42