Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 20:28 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42