Vonast eftir því að skimun á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2020 20:00 Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segist vonast til þess að skimunum vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Núna er verið að upplýsa betur hvernig aðstæður eru á hverjum stað, hver skilyrðin eru og þá þorir fólk að fara. Svo vonumst við bara til þess að þeir hætti skimuninni hérna og hleypi okkur Íslendingum fram og til baka til Tenerife og Alicante“ sagði Þórunn eftir að hafa greint frá því að aðsókn í ferðir á vegum Úrvals útsýnar væri að aukast. „Við viljum geta farið hérna fram og til baka án þess að lenda í skimun í Keflavík.“ Þórunn sagði fólk vera byrjað að spá og spekúlera í mögulegum utanlandsferðum og sagði ferðaskrifstofuna miðla upplýsingum til Íslendinga um stöðuna í öðrum löndum. Hún sagði þá að gríðarleg aukning hafi verið á vefnum hjá ferðaskrifstofunni en nýverið hófst sala í vélar til Spánar. „Fólk hefur kannski ekki verið undirbúið fyrir að þetta myndi gerast svona fljótt. Við vonumst til þess að fylla vélarnar í byrjun júlí,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði að daglega bærust ný tilboð frá hóteleigendum ytra og hafi verð því verið að lækka aðeins. „Það er enginn munur á þeim og okkur Íslendingunum sem eru að taka á móti útlendingum. Spánverjar fagna því verulega að við séum að koma Íslendingum út í sólina til þeirra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segist vonast til þess að skimunum vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Núna er verið að upplýsa betur hvernig aðstæður eru á hverjum stað, hver skilyrðin eru og þá þorir fólk að fara. Svo vonumst við bara til þess að þeir hætti skimuninni hérna og hleypi okkur Íslendingum fram og til baka til Tenerife og Alicante“ sagði Þórunn eftir að hafa greint frá því að aðsókn í ferðir á vegum Úrvals útsýnar væri að aukast. „Við viljum geta farið hérna fram og til baka án þess að lenda í skimun í Keflavík.“ Þórunn sagði fólk vera byrjað að spá og spekúlera í mögulegum utanlandsferðum og sagði ferðaskrifstofuna miðla upplýsingum til Íslendinga um stöðuna í öðrum löndum. Hún sagði þá að gríðarleg aukning hafi verið á vefnum hjá ferðaskrifstofunni en nýverið hófst sala í vélar til Spánar. „Fólk hefur kannski ekki verið undirbúið fyrir að þetta myndi gerast svona fljótt. Við vonumst til þess að fylla vélarnar í byrjun júlí,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði að daglega bærust ný tilboð frá hóteleigendum ytra og hafi verð því verið að lækka aðeins. „Það er enginn munur á þeim og okkur Íslendingunum sem eru að taka á móti útlendingum. Spánverjar fagna því verulega að við séum að koma Íslendingum út í sólina til þeirra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira