Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Ólíklegt er að Bandaríkjamenn megi koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rýnt í stöðuna hjá Icelandair og í kjaradeilu flugfreyja.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka nýsköpun í sjávarútvegi en íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni í fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi.

Loks kynnum við okkur fjölbreytta dagskrá Hönnunarmars sem hófst í dag og verðum í beinni útsendingu frá afhjúpun listaverks á Lækjartorgi.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×