Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2020 12:19 Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Meirihluti fjárlaganefndar gerir í nefndaráliti sem dreift var á Alþingi í gær grein fyrir þremur tillögum að breytingum við frumvarp um fjáraukalög 2020 sem nú liggur fyrir Alþingi. Sveitarfélögin sex sem fá samkvæmt tillögunni samtals 150 milljóna framlag úr ríkissjóði eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógarbyggð. Ástæðan byggir á því að í nýlegri úttekt Byggðastofnunar kemur fram að umrædd sveitarfélög hafi treyst mjög á ferðaþjónustu og því hafi niðursveiflan af völdum kórónuveirufaraldursins komið sérstaklega illa við þau. Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í maí var veitt 250 milljóna framlag til Suðurnesja. „Svo er bara verið að vinna jöfnum höndum að því að meta stöðuna eins og hún er að þróast hjá sveitarfélögum víða um land,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Allt að 4,5 milljarðar vegna endurgreiðslu pakkaferða Þá gerir meirihlutinn breytingartillögu sem kveður á um heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að heimila Ferðaábyrgðasjóði sem er í vörslu Ferðamálastofu, til að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða. Heimildin miðist við allt að 4,5 milljarða króna, enda stofnist í því sambandi endurgreiðslukrafa á hendur ferðaskipuleggjendum eða smásölum. „Það er nú til að bregðast við þessari stöðu sem upp kemur, að endurgreiða ferðir sem að ekki hefur verið hægt að standa við,“ segir Willum. Ferðaábyrgðarsjóður hafi þannig það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi ferðaskipuleggjenda eða smásala og tryggja um leið hagsmuni neytenda. Með þessu fer fjáraukalagafrumvarpið upp í um það bil 70 milljarða að umfangi, en halda ber til haga að milljarðarnir 4,5 sem gert er ráð fyrir vegna þessa eru ekki bein útgjaldaaukning heldur fjárheimild sem síðan er gert ráð fyrir að ferðaskipuleggjendur greiði ríkinu til baka. Loks leggur meiri hlutinn til að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að auka heimild um framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um allt að 200 milljónir, úr 500 milljónum í 700. Fjáraukalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu er það þriðja fyrir árið 2020 vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, og það umfangsmesta til þessa. Munar þar mestu um útgjaldaheimildir vegna vinnumarkaðsúrræða, hlutabótaleiðar og greiðslu launa í uppsagnarfresti. Umfang fjáraukalaganna þriggja sem þegar eru komin fram nemur samtals um það bil 103 milljörðum. Willum segir að fjáraukarnir verði örugglega fleiri á þessu ári. Fjáraukinn sem nú liggur fyrir þinginu er átjánda mál á dagskrá þingfundar í dag en óvíst er hvenær málið kemst að. Þingfundur hófst í morgun með áframhaldandi umræðu um frumvarp um heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þingmenn Miðflokksins eru í miklum meirihluta á mælendaskrá en þeir hafa meðal annars lýst andstöðu við borgarlínu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Skútustaðahreppur Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Bláskógabyggð Byggðamál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira