Ætla að spila skemmtilegan sóknarbolta í sumar | Leiknir F. mætir Pepsi Max liði Stjörnunnar í kvöld Ísak Hallmundarson skrifar 24. júní 2020 14:00 Brynjar stýrði Leikni til sigurs í 2. deildinni í fyrra. mynd/Austurfrétt Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar. Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar.
Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira