Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.
Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Pierce Brosnan fer einnig með hlutverk.
Leikarinn Björn Stefánsson fer með hlutverk í kvikmyndinni en í gær birti Pierce Brosnan mynd á Instagram þar sem sjá má Björn, Brosnan og Ferrell saman á myndinni og í góðum gír.