„Þið eigið heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 21:18 Umræður um MDE á Alþingi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira