„Þið eigið heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 21:18 Umræður um MDE á Alþingi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „ Hér er veisla, segir valdið, það sér allt óbilað fólk. Það er bara ekki öllum boðið. Hjúkrunarfræðingur, segirðu? Þér er ekki boðið. Ljósmóðir? Þér er ekki boðið. Öryrki? Eldri borgari? Ykkur er ekki boðið. Innflytjandi? Útlendingur? Hælisleitandi? Þú átt ekki heima hér. Og þér er alls ekki boðið.“ Það sem Þórhildur kallar „villuljós valdhafanna“ segir hún vera vopn í höndum þeirra, meðan aðrir leyfi því að viðgangast. Hér á landi sé smá klíka sem eigi og megi allt. Sú klíka megi sín þó lítils þegar allir þeir hópar sem jaðarsettir hafi verið átti sig á stærð sinni og krafti. Það sjáist meðal annars vel á nýlegum sigri láglaunafólks sem virkjað hafi samtakamátt sinn. Þá ávarpaði hún innflytjendur landsins á fimm tungumálum. Íslensku, ensku, pólsku, filippseysku og víetnömsku. „Og því vil ég segja að lokum, við hjúkrunarfræðingana, við fiskverkakonurnar, við ljósmæður, við öryrkja, aldraða og fatlaða, við ykkur öll sem haldið er úti í kuldanum: Ykkur er boðið. Þið eigið öll heima hér. Ég vil segja við alla þá frábæru innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur sem hér búa: You belong here. Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀. Wasz Dom jest tutaj. Dito ang bahay nyo. Eða á íslensku: Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira