Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2020 19:00 Lögregluþjónar sjást hér fjarlægja mynd af norðurkóreskum leiðtogum sem komst ekki alla leið yfir landamærin. Undir yfirborði vatnsins eru svo skilaboð um að leiðtogarnir séu morðingjar. AP/Yang Ji-woong Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa lagst gegn áróðrinum og nágrannarnir í norðri eru einfaldlega foxillir. Hafa sent hermenn að landamærunum og sprengt upp hús samvinnustofnunnar ríkjanna. Suðurkóreska varnarmálaráðuneytið varaði Norður-Kóreumenn í dag við hvers konar aðgerðum sem myndu raska friði á skaganum. „Herinn okkar fylgist náið með hreyfingum norðurkóreska hersins, allan sólarhringinn, og er í viðbragðsstöðu. Við getum þó ekki greint frá aðgerðum norðurkóreska hersins eins og stendur, sagði Choi Hyun-soo, upplýsingafulltrúi suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins. Áróðurssendingarnar eru ekki nýjar af nálinni og telja sérfræðingar í Suður-Kóreu að mögulega séu Norður-Kóreumenn að auka togstreituna vísvitandi til þess að ná betri árangri í viðræðum um kjarnorkuafvopnun gegn afnámi viðskiptaþvingana. Frost hefur verið í viðræðunum síðan í fyrra. Lítill hópur mótmælti áróðurssendingunum í Paju, suðurkóreskri borg nærri landamærunum, í gærkvöldi. „Ég vil segja þessum aðgerðasinnum að ég veit að það er hægt frekar hægt að senda nauðsynjar yfir landamærin. Ég vil að þeir hætti að angra íbúa við landamærin. Ef markmið þeirra er einfaldlega að hjálpa legg ég til að þeir finni aðra leið til þess,“ sagði Ahn Jae-young, íbúi í Paju, við AP. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa lagst gegn áróðrinum og nágrannarnir í norðri eru einfaldlega foxillir. Hafa sent hermenn að landamærunum og sprengt upp hús samvinnustofnunnar ríkjanna. Suðurkóreska varnarmálaráðuneytið varaði Norður-Kóreumenn í dag við hvers konar aðgerðum sem myndu raska friði á skaganum. „Herinn okkar fylgist náið með hreyfingum norðurkóreska hersins, allan sólarhringinn, og er í viðbragðsstöðu. Við getum þó ekki greint frá aðgerðum norðurkóreska hersins eins og stendur, sagði Choi Hyun-soo, upplýsingafulltrúi suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins. Áróðurssendingarnar eru ekki nýjar af nálinni og telja sérfræðingar í Suður-Kóreu að mögulega séu Norður-Kóreumenn að auka togstreituna vísvitandi til þess að ná betri árangri í viðræðum um kjarnorkuafvopnun gegn afnámi viðskiptaþvingana. Frost hefur verið í viðræðunum síðan í fyrra. Lítill hópur mótmælti áróðurssendingunum í Paju, suðurkóreskri borg nærri landamærunum, í gærkvöldi. „Ég vil segja þessum aðgerðasinnum að ég veit að það er hægt frekar hægt að senda nauðsynjar yfir landamærin. Ég vil að þeir hætti að angra íbúa við landamærin. Ef markmið þeirra er einfaldlega að hjálpa legg ég til að þeir finni aðra leið til þess,“ sagði Ahn Jae-young, íbúi í Paju, við AP.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira