Besti tennisleikari heims er með kórónuveiruna en Novak Djokovic er nú kominn í hóp þeirra tennisspilara sem hafa smitast af veirunni.
Novak Djokovic bætist þannig í hóp með þeim Grigor Dimitrov, Borna Coric og Viktor Troicki sem eru allir smitaðir af COVID-19. Þessir fjórir tóku allir þátt í tennismóti sem Djokovic skipulagði sjálfur.
Novak Djokovic tests positive for Covid-19 following criticised Adria Tour event https://t.co/1EA9pyRiuU
— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 23, 2020
Engin tennismót hafa farið fram síðan í febrúar vegna heimsfaraldursins og mót Novak Djokovic, kallað Adria Tour, var eitt af fyrstu mótunum sem fóru fram eftir að öllu var frestað.
Adria mótið hans Novak Djokovic hefur fengið á sig mikla gagnrýni og ekki minnkar hún eftir að kórónuveiran gekk þar á milli manna.
Hinn 33 ára gamli Novak Djokovic mætti Serbanum Viktor Troicki í mótinu.
Þeir sem smituðust smituðu þó hvern annan líklega frekar á næturklúbbi eftir leikina þar sem þeir sáust meðal annars dansa þétt saman og Novak Djokovic var þar kominn úr að ofan.
Novak Djokovic tests positive for Covid-19 amid Adria Tour fallout https://t.co/qKALuVFJph
— Guardian sport (@guardian_sport) June 23, 2020