Leik lokið: Grótta - Höttur/Huginn 3-0 | Sjáðu fyrstu mörk Gróttu í sumar Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. júní 2020 22:05 Gabríel Hrannar reimaði á sig skotskóna í kvöld. vísir/daníel Grótta hóf í kvöld bikarævintýrið sitt með 3-0 sigri á Hetti/Huginn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla. Sigurinn var sanngjarn en gestirnir voru ekki oft að komast yfir miðju í leiknum. Mörkin má sjá neðst í fréttinni. Grótta komst 1-0 yfir á 24. mínútu með glæsilegu marki frá Axel Sigurðarsyni. Axel spólaði sig í gegnum alla vörnina hjá gestunum og kláraði síðan skemmtilega yfir Aleksandar sem stóð hjálparlaus í markinu. Gróttumenn vilja meina að þeir hafi skorað tvö mörk í fyrri hálfleik og það er erfitt að mótmæla því. Pétur Theódór Árnason virtist skalla boltann í markið eftir hornspyrnu frá Kristófer Orra Péturssyni á 39. mínútu en varnarmaður náði að skalla boltann í burtu og dómararnir dæmdu ekki mark. Grótta áttu nokkur hálffæri í fyrri hálfleik en vængbakverðirnir þeir Ástbjörn og Karl Friðleifur voru duglegir að komast upp í hættu svæði. Þeir áttu báðir nokkur fín skot. Gestirnir gerðu aftur á móti lítið sem ekki neitt. Besta og í rauninni eina færið þeirra í fyrri hálfleik var eftir hornspyrnu. Boltinn datt niður hjá Kristófer Einarssyni sem reyndi skot en það fór yfir markið. Gestirnir ógnuðu nokkrum sinnum eftir föst leikatriði í upphafi seinni hálfleiks. Besta færið þeirra var þegar Eiríkur Þór Bjarkason var næstum því búinn að jafna leikinn með hjólhestaspyrnu. Hákon Rafn markmaður Gróttu var hinsvegar alltaf tilbúinn þegar Höttur/Huginn voru eitthvað að ógna og hélt búrinu alveg tandurhreinu. Gróttu menn voru ekkert að nýta stöðurnar sínar alltof vel en fengu samt einhver færi og að lokum tvö mörk í seinni hálfleik. Arnar Þór Helgason skoraði 2-0 mark á 66. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu frá Óliver Degi Thorlacius. Síðan skoraði Gabríel Hrannar Eyjólfsson algjört draumamark á 86. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina inn langt utan af teig. Af hverju vann Grótta? Grótta eru í efstu deild og Höttur/Huginn eru í 3. deild það segir bara allt sem segja þarf um gæða muninn á þessum tveimur liðum. Hverjir stóðu upp úr? Axel Sigurðarson átti nokkra mjög flotta spretti og var besti maður Gróttu þegar hann var inná. Ástbjörn Þórðarson gerði allt vel í leiknum nema þegar hann var að skjóta á markið. Miðjumennirnir Óskar Jónsson og Óliver Dagur Thorlacius voru líka mjög góðir en Óliver Dagur kom sprækur inná í seinni hálfleik og átti margar góðar sendingar. Hvað gerist næst? Höttur/Huginn fá KV í heimsókn á laugardaginn í hörkuleik í 3. deildinni. Grótta tekur sjálfstraustið úr þessum leik inn í sinn næsta leik í Pepsi Max deildinni á mánudaginn, hann er í Árbænum gegn Fylki. Klippa: Mörk úr leik Gróttu og Hattar/Hugins Gústi Gylfa: Verð að taka hattinn ofan fyrir Hattarliðinu „Já þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Þetta var stórt fyrir okkur að halda hreinu og að skora þrjú mörk. Ég verð að taka hattinn ofan fyrir Hattarliðinu. Þeir stóðu sig vel og börðust allar þessar 90 mínútur maður verður gefa þeim hrós líka. Eins og ég segi er bara gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sigur það er langt síðan að við unnum seinast,” sagði Ágúst þjálfari Gróttu hress eftir leikinn. Grótta er ekki búin að eiga draumabyrjunina á tímabilinu í Pepsi Max deildinni. Þeir eru búnir að tapa fyrstu tveimur leikjunum sínum 3-0 gegn stórliðunum Val og Breiðablik. „Þetta var mjög gott fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Þetta var bara flottur leikur hjá okkur heilt yfir og mér fannst við spila boltanum nokkuð vel.” Grótta fengu nokkur önnur frábær færi og hefðu auðveldlega getað unnið þennan leik stærra. Gústi var þó ekkert að stressa sig of mikið á að ná miklum markamun. „Það skiptir ekki öllu máli. Að halda hreinu og að fá góða frammistöðu var númer 1, 2 og 3 hjá okkur. ” Nú er Grótta komin í 16-liða úrslit en þeir hafa komist þangað síðan árið 2017 en þá töpuðu þeir 2-1 á Skaganum. Með eins mikla stemningu og er í kringum Grótta liðið væri bikarævintýri nú ansi skemmtilegt. „Við vonumst eftir því og líka að þessi sigur skili okkur góði sjálfstrausti inn í deildina við þurfum á því að halda. Það er leikur á mánudaginn á móti Fylki. Það verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en þetta lítur allavega vel út núna. Það er gaman að sigra, það er gott fyrir hjartað. Það er bara tilhlökkun að fara í Lautina og spila þar.” Grótta voru í þriggja hafsentakerfi í dag með tvo mjög sókndjarfa vængbakverði. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort þeir haldi sér í því kerfi í sumar. „Við spiluðum í þriggja hafsenta kerfi á móti Val og líka í dag. Við erum með nokkur kerfi sem að við erum búnir að vera að æfa í vetur. Við sjáum bara til hvernig við stillum upp á móti Fylki.” Viðar Jóns: Maður verður að leggja sig fram til að spila fótbolta „Þetta var bara öruggur sigur hjá þeim í endanum. Ég er bara ánægður með hvað mínir drengir gáfu í þetta.” sagði Viðar Jónsson þjálfari Hattar/Hugins kátur eftir leikinn. „Við erum í 3. deild og þeir eru í efstu deild og það voru nokkur prinsipp sem við verðum að fara í gegnum í leikinn. Mér fannst við gera það ágætlega við gáfum ekki mörg færi á okkur og við vorum svolítið að vonast eftir því að halda hreinu og setja inn mark. Eftir að þeir settu fyrsta markið varð þetta erfiðara og eftir mark númer tvö var þetta orðin mikil brekka.” „Það hefði verið geggjað og kannski gefið okkur smá þrótt inn í restina af leiknum. Ég er bara stoltur af strákunum og þetta er bara skemmtilegt verkefni.” „Maður verður að leggja sig fram til að spila fótbolta, sama hvort það sé í Pepsi Max deildinni, bikarnum eða hvað sem. Ég er bara stoltur af strákunum að þeir voru að leggja sig fram. Við tökum það bara með okkur inn í þriðju deildina.” Mjólkurbikarinn Grótta Höttur
Grótta hóf í kvöld bikarævintýrið sitt með 3-0 sigri á Hetti/Huginn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla. Sigurinn var sanngjarn en gestirnir voru ekki oft að komast yfir miðju í leiknum. Mörkin má sjá neðst í fréttinni. Grótta komst 1-0 yfir á 24. mínútu með glæsilegu marki frá Axel Sigurðarsyni. Axel spólaði sig í gegnum alla vörnina hjá gestunum og kláraði síðan skemmtilega yfir Aleksandar sem stóð hjálparlaus í markinu. Gróttumenn vilja meina að þeir hafi skorað tvö mörk í fyrri hálfleik og það er erfitt að mótmæla því. Pétur Theódór Árnason virtist skalla boltann í markið eftir hornspyrnu frá Kristófer Orra Péturssyni á 39. mínútu en varnarmaður náði að skalla boltann í burtu og dómararnir dæmdu ekki mark. Grótta áttu nokkur hálffæri í fyrri hálfleik en vængbakverðirnir þeir Ástbjörn og Karl Friðleifur voru duglegir að komast upp í hættu svæði. Þeir áttu báðir nokkur fín skot. Gestirnir gerðu aftur á móti lítið sem ekki neitt. Besta og í rauninni eina færið þeirra í fyrri hálfleik var eftir hornspyrnu. Boltinn datt niður hjá Kristófer Einarssyni sem reyndi skot en það fór yfir markið. Gestirnir ógnuðu nokkrum sinnum eftir föst leikatriði í upphafi seinni hálfleiks. Besta færið þeirra var þegar Eiríkur Þór Bjarkason var næstum því búinn að jafna leikinn með hjólhestaspyrnu. Hákon Rafn markmaður Gróttu var hinsvegar alltaf tilbúinn þegar Höttur/Huginn voru eitthvað að ógna og hélt búrinu alveg tandurhreinu. Gróttu menn voru ekkert að nýta stöðurnar sínar alltof vel en fengu samt einhver færi og að lokum tvö mörk í seinni hálfleik. Arnar Þór Helgason skoraði 2-0 mark á 66. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu frá Óliver Degi Thorlacius. Síðan skoraði Gabríel Hrannar Eyjólfsson algjört draumamark á 86. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina inn langt utan af teig. Af hverju vann Grótta? Grótta eru í efstu deild og Höttur/Huginn eru í 3. deild það segir bara allt sem segja þarf um gæða muninn á þessum tveimur liðum. Hverjir stóðu upp úr? Axel Sigurðarson átti nokkra mjög flotta spretti og var besti maður Gróttu þegar hann var inná. Ástbjörn Þórðarson gerði allt vel í leiknum nema þegar hann var að skjóta á markið. Miðjumennirnir Óskar Jónsson og Óliver Dagur Thorlacius voru líka mjög góðir en Óliver Dagur kom sprækur inná í seinni hálfleik og átti margar góðar sendingar. Hvað gerist næst? Höttur/Huginn fá KV í heimsókn á laugardaginn í hörkuleik í 3. deildinni. Grótta tekur sjálfstraustið úr þessum leik inn í sinn næsta leik í Pepsi Max deildinni á mánudaginn, hann er í Árbænum gegn Fylki. Klippa: Mörk úr leik Gróttu og Hattar/Hugins Gústi Gylfa: Verð að taka hattinn ofan fyrir Hattarliðinu „Já þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Þetta var stórt fyrir okkur að halda hreinu og að skora þrjú mörk. Ég verð að taka hattinn ofan fyrir Hattarliðinu. Þeir stóðu sig vel og börðust allar þessar 90 mínútur maður verður gefa þeim hrós líka. Eins og ég segi er bara gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sigur það er langt síðan að við unnum seinast,” sagði Ágúst þjálfari Gróttu hress eftir leikinn. Grótta er ekki búin að eiga draumabyrjunina á tímabilinu í Pepsi Max deildinni. Þeir eru búnir að tapa fyrstu tveimur leikjunum sínum 3-0 gegn stórliðunum Val og Breiðablik. „Þetta var mjög gott fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Þetta var bara flottur leikur hjá okkur heilt yfir og mér fannst við spila boltanum nokkuð vel.” Grótta fengu nokkur önnur frábær færi og hefðu auðveldlega getað unnið þennan leik stærra. Gústi var þó ekkert að stressa sig of mikið á að ná miklum markamun. „Það skiptir ekki öllu máli. Að halda hreinu og að fá góða frammistöðu var númer 1, 2 og 3 hjá okkur. ” Nú er Grótta komin í 16-liða úrslit en þeir hafa komist þangað síðan árið 2017 en þá töpuðu þeir 2-1 á Skaganum. Með eins mikla stemningu og er í kringum Grótta liðið væri bikarævintýri nú ansi skemmtilegt. „Við vonumst eftir því og líka að þessi sigur skili okkur góði sjálfstrausti inn í deildina við þurfum á því að halda. Það er leikur á mánudaginn á móti Fylki. Það verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en þetta lítur allavega vel út núna. Það er gaman að sigra, það er gott fyrir hjartað. Það er bara tilhlökkun að fara í Lautina og spila þar.” Grótta voru í þriggja hafsentakerfi í dag með tvo mjög sókndjarfa vængbakverði. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort þeir haldi sér í því kerfi í sumar. „Við spiluðum í þriggja hafsenta kerfi á móti Val og líka í dag. Við erum með nokkur kerfi sem að við erum búnir að vera að æfa í vetur. Við sjáum bara til hvernig við stillum upp á móti Fylki.” Viðar Jóns: Maður verður að leggja sig fram til að spila fótbolta „Þetta var bara öruggur sigur hjá þeim í endanum. Ég er bara ánægður með hvað mínir drengir gáfu í þetta.” sagði Viðar Jónsson þjálfari Hattar/Hugins kátur eftir leikinn. „Við erum í 3. deild og þeir eru í efstu deild og það voru nokkur prinsipp sem við verðum að fara í gegnum í leikinn. Mér fannst við gera það ágætlega við gáfum ekki mörg færi á okkur og við vorum svolítið að vonast eftir því að halda hreinu og setja inn mark. Eftir að þeir settu fyrsta markið varð þetta erfiðara og eftir mark númer tvö var þetta orðin mikil brekka.” „Það hefði verið geggjað og kannski gefið okkur smá þrótt inn í restina af leiknum. Ég er bara stoltur af strákunum og þetta er bara skemmtilegt verkefni.” „Maður verður að leggja sig fram til að spila fótbolta, sama hvort það sé í Pepsi Max deildinni, bikarnum eða hvað sem. Ég er bara stoltur af strákunum að þeir voru að leggja sig fram. Við tökum það bara með okkur inn í þriðju deildina.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti