Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars.
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira