Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö í skjálftahrinunni út af Norðurlandi. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur skjálftann sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hafa verið af stærðinni sex og Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um sögulegt samkomulag sem afstýrði verkfalli hjúkrunarfræðinga á síðustu stundu og ræðum við ríkissáttasemjara, sem telur að gerðardómur muni taka vel í launakröfur hjúkrunarfræðinga.

Einnig verður rætt við forseta ASÍ sem segir forsendur lífskjarasamningsins í hættu og kynnum okkur stöðuna í serbneska þinginu, en þar er engin stjórnarandstaða eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×