Ætla að senda eigin áróðursbæklinga suður Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 07:11 Verkamenn í Norður-Kóreu undirbúa áróðursbæklingana sem einræðsstjórn Kim Jong Un hefur heitið að senda yfir landamærin til suðurs. AP/KCNA Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00
Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00
Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21