Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 16:26 Neal Maupay fékk létt högg frá Guendouzi undir lok leiks og lá eftir. VÍSIR/GETTY Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira
Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira
Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti