Slot: Engin auka pressa við þetta tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2025 10:30 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, niðurlútur á hliðarlinunni í tapleiknum á móti Crystal Palace í gærkvöldi. Gety/Molly Darlington Vandræði Liverpool versna og stækka með hverjum leik og hverju tapi. Liðið steinlá 3-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Liverpool hefur nú tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Í stað þess að tefla fram sterku liði og reyna að koma liði sínu aftur í gang þá hvíldi knattspyrnustjórinn Arne Slot marga lykilmenn í gær og stillti upp hálfgerðu varaliði. Hann gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu frá tapi á móti Brentford um síðustu helgi. „Það er alltaf áfall að tapa fótboltaleik, sérstaklega ef það leiðir til þess að maður dettur úr keppni. Þetta er samt sams konar liðsval hjá mér í kvöld og ég var með á síðustu leiktíð á þessu stigi í þessari keppni,“ sagði Slot. „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að við höfum tapað sex af sjö leikjum. Engin þeirra er nógu góð til að sætta sig við að tapa svona mörgum leikjum. Ég get því komið með rök eða ástæður, en engin þeirra mun duga. Því hjá Liverpool er það alltaf of mikið að tapa fimm eða sex, sex eða sjö,“ sagði Slot. En það bættist engin auka pressa við þrátt fyrir þetta tap. „Ef þú ert á svona úrslitalínu, ef þú spilar fyrir Liverpool, ef þú stýrir Liverpool, þá veistu að pressan er til staðar. Og ég held ekki að það hafi breyst mikið eftir þetta tap,“ sagði Slot sem sá þó eitthvað jákvætt við kvöldið. „Aðdáendurnir stóðu á bak við liðið í kvöld, studdu okkur og það gefur mér þá góða tilfinningu fyrir laugardeginum. Þá munu okkar leikmenn sýna þeim hversu mikið þetta þýðir fyrir þá og þá munu aðdáendur okkar veita þeim ótrúlegan stuðning,“ sagði Slot. Það gæti skipt miklu máli fyrir Liverpool ef Ryan Gravenberch snýr aftur fyrir leikinn gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en það er ólíklegra að framherjinn Alexander Isak, sem meiddist á nára gegn Frankfurt í Meistaradeildinni, verði með. „Ég held að Ryan eigi góða möguleika. Við skulum bíða og sjá til á morgun og föstudag með hina. Ég þekki ekki stöðuna á öllum en ég held að Ryan eigi besta möguleikann af öllum sem eru meiddir,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Í stað þess að tefla fram sterku liði og reyna að koma liði sínu aftur í gang þá hvíldi knattspyrnustjórinn Arne Slot marga lykilmenn í gær og stillti upp hálfgerðu varaliði. Hann gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu frá tapi á móti Brentford um síðustu helgi. „Það er alltaf áfall að tapa fótboltaleik, sérstaklega ef það leiðir til þess að maður dettur úr keppni. Þetta er samt sams konar liðsval hjá mér í kvöld og ég var með á síðustu leiktíð á þessu stigi í þessari keppni,“ sagði Slot. „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að við höfum tapað sex af sjö leikjum. Engin þeirra er nógu góð til að sætta sig við að tapa svona mörgum leikjum. Ég get því komið með rök eða ástæður, en engin þeirra mun duga. Því hjá Liverpool er það alltaf of mikið að tapa fimm eða sex, sex eða sjö,“ sagði Slot. En það bættist engin auka pressa við þrátt fyrir þetta tap. „Ef þú ert á svona úrslitalínu, ef þú spilar fyrir Liverpool, ef þú stýrir Liverpool, þá veistu að pressan er til staðar. Og ég held ekki að það hafi breyst mikið eftir þetta tap,“ sagði Slot sem sá þó eitthvað jákvætt við kvöldið. „Aðdáendurnir stóðu á bak við liðið í kvöld, studdu okkur og það gefur mér þá góða tilfinningu fyrir laugardeginum. Þá munu okkar leikmenn sýna þeim hversu mikið þetta þýðir fyrir þá og þá munu aðdáendur okkar veita þeim ótrúlegan stuðning,“ sagði Slot. Það gæti skipt miklu máli fyrir Liverpool ef Ryan Gravenberch snýr aftur fyrir leikinn gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en það er ólíklegra að framherjinn Alexander Isak, sem meiddist á nára gegn Frankfurt í Meistaradeildinni, verði með. „Ég held að Ryan eigi góða möguleika. Við skulum bíða og sjá til á morgun og föstudag með hina. Ég þekki ekki stöðuna á öllum en ég held að Ryan eigi besta möguleikann af öllum sem eru meiddir,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira