Pogba vill ólmur bæta upp fyrir tímann án fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 11:30 Paul Pogba heilsar upp á landa sinn Moussa Sissoko eftir jafntefli Man. Utd og Tottenham í gær. Allir leikmenn báru áletrunina Black Lives Matter aftan á treyjum sínum til stuðnings þeirri réttindabaráttu. VÍSIR/GETTY Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44
Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10