Starfsfólk Landspítala fær allt að 250 þúsund í umbun vegna faraldursins Andri Eysteinsson skrifar 19. júní 2020 18:29 Forstjórapistill Páls Matthíassonar birtist á vefnum í dag. Vísir/Vilhelm Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira