Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Stjarnan 1-4 | Garðbæingar fóru illa með nýliðana Ísak Hallmundarson skrifar 21. júní 2020 19:40 Hilmar Árni Halldórsson. Vísir/Bára Fjölnir og Stjarnan mættust í 2. umferð í Pepsi Max deild karla í dag, en leikið var á heimavelli Fjölnis, Extra-vellinum í Grafarvogi. Lokatölur urðu 4-1 sigur Garðbæinga. Strax á 4. mínútu skoraði Guðjón Baldvinsson úr fyrsta færi leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni. Stjarnan var meira með boltann í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að skapa nógu mikla hættu. Fjölnismenn fengu nokkrar skyndisóknir en það var ekki fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks að Ingibergur Kort Sigurðsson slapp einn í gegn eftir hornspyrnu hjá Stjörnunni, og var felldur rétt fyrir innan teig – að mati dómara sem dæmdi vítaspyrnu, en Jósef Kristinn Jósefsson fékk gult spjald fyrir brotið. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Byrjun seinni hálfleiks þróaðist með svipuðum hætti og þeim fyrri, fyrsta færi Stjörnunnar endaði í netinu, í þetta sinn var það Halldór Orri Björnsson sem kom gestunum yfir eftir laglegt samspil. Þorsteinn Már Ragnarsson átti lokasendinguna inn í teig á Halldór sem setti hann innanfótar í nærhornið framhjá Atla Gunnari í marki Fjölnis. Þorsteinn Már var síðan sjálfur á ferðinni þegar hann skoraði þriðja mark Stjörnunnar, fékk fasta sendingu meðfram grasinu frá Jósef inn á miðjan teiginn þar sem hann afgreiddi boltann auðveldlega í netið. Fjórða og síðasta mark leiksins kom síðan frá varamanninum Emili Atlasyni sem skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Eyjólfs Héðinssonar. Stjarnan var svo nálægt því að bæta fimmta markinu við en hinn ungi Ísak Andri Sigurgeirsson hitti ekki boltann úr dauðafæri á lokamínútum leiksins. Stjarnan fer með sigrinum á topp deildarinnar á markatölu, en Breiðablik á leik inni gegn Fylki sem hófst kl. 19:15. Af hverju vann Stjarnan? Þeir hafa einfaldlega meiri gæði í sínu liði. Þeir fengu fjögur góð færi og skoruðu fjögur góð mörk, en það er auðvitað það sem fótbolti snýst um. Þrátt fyrir að Fjölnir hafa verið inn í leiknum í um 60 mínútur var sigur Stjörnunnar einhvernveginn aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Már Ragnarsson var frábær í leiknum, lagði upp, skoraði og átti margar góðar sendingar. Þá var Guðjón Baldvinsson ógnandi fram á við og skoraði auðvitað fyrsta mark leiksins. Halldór Orri Björnsson var einnig mjög líflegur og átti góðan leik. Ingibergur Kort Sigurðsson sýndi flotta takta fyrir Fjölni þegar hann komst framhjá varnarmönnum Stjörnunnar og fiskaði að lokum víti. Hvað gekk illa? Það gekk frekar illa hjá öftustu línu Fjölnis, Stjarnan náði að skora úr nánast öllum góðum færum sem þeir fengu og varnarlína Fjölnis veitti litla mótspyrnu. Hvað gerist næst? Stjarnan fær KA í heimsókn og Fjölni bíður veglegt verkefni þegar þeir fara í heimsókn í Kópavoginn og mæta Breiðabliki. Rúnar Páll: Miklir yfirburðir enn og aftur ,,Þetta var bara virkilega vel gert. Sannfærandi sigur. Óþarfi að hleypa þeim aðeins inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks, vont að fá mark á sig á þeim tímapunkti en miklir yfirburðir í leiknum, enn og aftur, það er mjög gott. Frábærar sóknir, frábær mörk, gætu ekki verið betri,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson sáttur eftir sigur Stjörnunnar. Rúnar er ánægður með byrjunina á tímabilinu og segir góðan anda ríkja í hópnum. ,,Ég er bara gríðarlega ánægður með sex stig og sex mörk og virkilega fína frammistöðu í þessum leikjum. Bara gríðarlega góður andi í hópnum.“ Rúnar er ekki lengur einn um þjálfarastarf Stjörnunnar en Ólafur Jóhannesson kom inn sem annar aðalþjálfari fyrir þetta tímabil. ,,Það er bara æðislegt. Óli er búinn að vinna urmul af titlum, hann kann að búa til sigurhefðir þannig að Óli kemur með fullt inn í okkar umhverfi og okkar samstarf er bara frábært,“ sagði Rúnar Páll að lokum um samstarfið. Ásmundur: Þessi frammistaða á heimavelli ekki í boði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var allt annað en sáttur við frammistöðuna í dag. ,,Við erum auðvitað mjög svekktir með þessa niðurstöðu og svolítið svekktir með frammistöðuna sérstaklega í seinni hálfleik. Við byrjum báða hálfleikina frekar illa og fáum á okkur mark snemma í báðum hálfleikjum og það setur okkur aðeins út af sporinu. En við náðum okkur á strik í fyrri hálfleik og náðum að koma aðeins til baka en í seinni koðnuðum við svolítið niður,‘‘ sagði Ási. Hann segir að Fjölnisliðið í heima í deild þeirra bestu en að frammistaðan á heimavelli þurfi að vera betri en í dag. ,,Það er svo sem ýmislegt jákvætt, menn finna alveg að við eigum heima í þessari deild og getum alveg spilað í þessari deild en við viljum fá fleiri stig og viljum gera betur, það er gríðarlega neikvætt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli og tapa leiknum. Það er ekki í boði svona frammistaða á heimavelli.‘‘ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Fjölnir
Fjölnir og Stjarnan mættust í 2. umferð í Pepsi Max deild karla í dag, en leikið var á heimavelli Fjölnis, Extra-vellinum í Grafarvogi. Lokatölur urðu 4-1 sigur Garðbæinga. Strax á 4. mínútu skoraði Guðjón Baldvinsson úr fyrsta færi leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni. Stjarnan var meira með boltann í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að skapa nógu mikla hættu. Fjölnismenn fengu nokkrar skyndisóknir en það var ekki fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks að Ingibergur Kort Sigurðsson slapp einn í gegn eftir hornspyrnu hjá Stjörnunni, og var felldur rétt fyrir innan teig – að mati dómara sem dæmdi vítaspyrnu, en Jósef Kristinn Jósefsson fékk gult spjald fyrir brotið. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Staðan jöfn í hálfleik, 1-1. Byrjun seinni hálfleiks þróaðist með svipuðum hætti og þeim fyrri, fyrsta færi Stjörnunnar endaði í netinu, í þetta sinn var það Halldór Orri Björnsson sem kom gestunum yfir eftir laglegt samspil. Þorsteinn Már Ragnarsson átti lokasendinguna inn í teig á Halldór sem setti hann innanfótar í nærhornið framhjá Atla Gunnari í marki Fjölnis. Þorsteinn Már var síðan sjálfur á ferðinni þegar hann skoraði þriðja mark Stjörnunnar, fékk fasta sendingu meðfram grasinu frá Jósef inn á miðjan teiginn þar sem hann afgreiddi boltann auðveldlega í netið. Fjórða og síðasta mark leiksins kom síðan frá varamanninum Emili Atlasyni sem skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Eyjólfs Héðinssonar. Stjarnan var svo nálægt því að bæta fimmta markinu við en hinn ungi Ísak Andri Sigurgeirsson hitti ekki boltann úr dauðafæri á lokamínútum leiksins. Stjarnan fer með sigrinum á topp deildarinnar á markatölu, en Breiðablik á leik inni gegn Fylki sem hófst kl. 19:15. Af hverju vann Stjarnan? Þeir hafa einfaldlega meiri gæði í sínu liði. Þeir fengu fjögur góð færi og skoruðu fjögur góð mörk, en það er auðvitað það sem fótbolti snýst um. Þrátt fyrir að Fjölnir hafa verið inn í leiknum í um 60 mínútur var sigur Stjörnunnar einhvernveginn aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Már Ragnarsson var frábær í leiknum, lagði upp, skoraði og átti margar góðar sendingar. Þá var Guðjón Baldvinsson ógnandi fram á við og skoraði auðvitað fyrsta mark leiksins. Halldór Orri Björnsson var einnig mjög líflegur og átti góðan leik. Ingibergur Kort Sigurðsson sýndi flotta takta fyrir Fjölni þegar hann komst framhjá varnarmönnum Stjörnunnar og fiskaði að lokum víti. Hvað gekk illa? Það gekk frekar illa hjá öftustu línu Fjölnis, Stjarnan náði að skora úr nánast öllum góðum færum sem þeir fengu og varnarlína Fjölnis veitti litla mótspyrnu. Hvað gerist næst? Stjarnan fær KA í heimsókn og Fjölni bíður veglegt verkefni þegar þeir fara í heimsókn í Kópavoginn og mæta Breiðabliki. Rúnar Páll: Miklir yfirburðir enn og aftur ,,Þetta var bara virkilega vel gert. Sannfærandi sigur. Óþarfi að hleypa þeim aðeins inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks, vont að fá mark á sig á þeim tímapunkti en miklir yfirburðir í leiknum, enn og aftur, það er mjög gott. Frábærar sóknir, frábær mörk, gætu ekki verið betri,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson sáttur eftir sigur Stjörnunnar. Rúnar er ánægður með byrjunina á tímabilinu og segir góðan anda ríkja í hópnum. ,,Ég er bara gríðarlega ánægður með sex stig og sex mörk og virkilega fína frammistöðu í þessum leikjum. Bara gríðarlega góður andi í hópnum.“ Rúnar er ekki lengur einn um þjálfarastarf Stjörnunnar en Ólafur Jóhannesson kom inn sem annar aðalþjálfari fyrir þetta tímabil. ,,Það er bara æðislegt. Óli er búinn að vinna urmul af titlum, hann kann að búa til sigurhefðir þannig að Óli kemur með fullt inn í okkar umhverfi og okkar samstarf er bara frábært,“ sagði Rúnar Páll að lokum um samstarfið. Ásmundur: Þessi frammistaða á heimavelli ekki í boði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var allt annað en sáttur við frammistöðuna í dag. ,,Við erum auðvitað mjög svekktir með þessa niðurstöðu og svolítið svekktir með frammistöðuna sérstaklega í seinni hálfleik. Við byrjum báða hálfleikina frekar illa og fáum á okkur mark snemma í báðum hálfleikjum og það setur okkur aðeins út af sporinu. En við náðum okkur á strik í fyrri hálfleik og náðum að koma aðeins til baka en í seinni koðnuðum við svolítið niður,‘‘ sagði Ási. Hann segir að Fjölnisliðið í heima í deild þeirra bestu en að frammistaðan á heimavelli þurfi að vera betri en í dag. ,,Það er svo sem ýmislegt jákvætt, menn finna alveg að við eigum heima í þessari deild og getum alveg spilað í þessari deild en við viljum fá fleiri stig og viljum gera betur, það er gríðarlega neikvætt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli og tapa leiknum. Það er ekki í boði svona frammistaða á heimavelli.‘‘
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti