Sýni úr smituðu lögreglumönnunum voru neikvæð á mánudag Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 19. júní 2020 12:21 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Allir lögreglumennirnir sem komu að aðgerðum vegna manna sem komu hingað sem ferðamenn í byrjun júní munu aftur fara í kórónuveirupróf eftir helgi. Sýni úr tveimur lögreglumönnum sem greindust með veiruna í gær voru neikvæð fyrir veirunni síðasta mánudag. Lögreglan hafði afskipti af þremur mönnum vegna málsins en þeir komu hingað til lands sem ferðamenn og áttu að vera í sóttkví þegar málið kom upp. Tveir mannanna, sem eru rúmenskir ríkisborgarar, reyndust smitaðir og nú er ljóst að þrír lögreglumenn hið minnsta hafa smitast af þeim. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segist aðspurður auðvitað vona að ekki hafi fleiri lögreglumenn smitast í aðgerðunum. „En þau fóru náttúrulega ellefu í sóttkví og fóru öll í próf á mánudaginn og aftur í próf í gær það bættust þá tveir við, þannig að það er aftur próf á mánudaginn og vonum hið besta. En við erum náttúrulega undirbúin undir hið versta.“ Þannig að þessi sem greindust í gær höfðu greinst neikvæð áður? „Já, þau greindust neikvæð á mánudaginn. Þetta er áfall fyrir þau og fólkið þeirra og okkur. Við vorum að vonast til þess að þau væru sloppin en það virðist ekki vera svo einfalt.“ Hvernig heilsast þeim sem eru smituð? „Þau tvö sem greindust í gær eru einkennalaus, enn þá allavega, en sú sem greindist fyrst er með hálsbólgu og eitthvað svona minniháttar.“ Íris Edda Heimisdóttir, lögreglukonan sem smitaðist fyrst af veirunni, sagði í samtali við Vísi á þriðjudag að það hafi verið áfall að greinast með veiruna í starfi. Líf hennar hafi verið sett á ís og það sé erfitt að geta ekki umgengist fjölskyldu sína. Þá lýsti hún veikindunum sem hefðbundinni flensu, með tilheyrandi hálsbólgu og beinverkjum. Írís, auk lögreglumannanna hinna lögreglumannanna tveggja, eru nú í einangrun en 25 eru í sóttkví, þar af fjórtán lögreglumenn.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
Smituðu lögreglumann á Suðurlandi Svo virðist sem að Rúmenarnir tveir sem komu hingað til lands í síðustu viku og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi smitað lögreglumann hjá Lögreglunni á Suðurlandi, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af mönnunum. 16. júní 2020 14:20