Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2020 11:00 Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun