Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu ekki brot á siðareglum Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 16:58 Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu reyndist gríðarlega umdeilt, það var kært til Siðanefndar BÍ sem nú hefur úrskurðað að viðtalið stangist ekki á við siðareglur. Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“ Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“
Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira