Martin meiddist í leik með Alba Berlín | Vonar að meiðslin séu ekki of alvarleg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 14:45 Martin Hermannsson hefur átt frábært tímabil með Alba Berlín. Aitor Arrizabalaga/Getty Images Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið. Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið.
Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35
Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00
Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30