Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. júní 2020 07:23 Opnunarathöfn samvinnustofnunarinnar í Kaesong árið 2018. EPA/CHO SUNG-WOO/KOREA Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. Skrifstofur stofnunarinnar hafa verið mannlausar síðan í janúar vegna kórónuveirutakmarkanna. Stofnunin opnaði árið 2018 til að auka og auðvelda samskipti milli ríkjanna tveggja eftir viðræður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu. Aðeins nokkrir klukkutímar eru liðnir frá því að her Norður-Kóreu lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að halda inn á hlutlausa svæðið sem aðskilur löndin tvö og hefur verið síðan vopnahléssamningarnir voru undirritaður á sjötta áratugi síðustu aldar. Ástæðan er sú fullyrðing norðanmanna að fólk úr suðrinu sé að fara inn á svæðið í óleyfi til að koma áróðursplöggum til Norður Kóreu. Um liðna helgi sagði Kim Yo-jong, systir leiðtogans Kim Jong-un frá því að hún hafi skipað hernum að undirbúa aðgerðirnar og herinn hefur nú lýst sig reiðubúinn. Deilur milli ríkjanna tveggja hafa magnast undanfarið. Fréttin var uppfærð klukkan 07:40. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. Skrifstofur stofnunarinnar hafa verið mannlausar síðan í janúar vegna kórónuveirutakmarkanna. Stofnunin opnaði árið 2018 til að auka og auðvelda samskipti milli ríkjanna tveggja eftir viðræður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu. Aðeins nokkrir klukkutímar eru liðnir frá því að her Norður-Kóreu lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að halda inn á hlutlausa svæðið sem aðskilur löndin tvö og hefur verið síðan vopnahléssamningarnir voru undirritaður á sjötta áratugi síðustu aldar. Ástæðan er sú fullyrðing norðanmanna að fólk úr suðrinu sé að fara inn á svæðið í óleyfi til að koma áróðursplöggum til Norður Kóreu. Um liðna helgi sagði Kim Yo-jong, systir leiðtogans Kim Jong-un frá því að hún hafi skipað hernum að undirbúa aðgerðirnar og herinn hefur nú lýst sig reiðubúinn. Deilur milli ríkjanna tveggja hafa magnast undanfarið. Fréttin var uppfærð klukkan 07:40.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00
Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38