Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júní 2020 20:33 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með stigin þrjú vísir/daníel þór Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“ Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð