Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 13:31 Kristín var mjög fegin að vera loksins komin heim. Vísir/Frikki Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. Hún segist fegin að vera komin til Íslands, þar sem hún hafi ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Fréttastofa náði tali af Kristínu í morgun þar sem hún var nýkomin út úr flugstöðinni. Þar sagðist hún hafa komið til landsins í gegn um London. „Þar áður var ég í Bandaríkjunum og Argentínu, þar sem ég fékk Covid.“ Kristín segist hafa beðið færis á að komast til Íslands síðan í mars á þessu ári. „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum, þannig að ég er mjög spennt að vera komin,“ segir Kristín sem segist ekki hafa leitast eftir því að koma til landsins með vöruflugi. Hún segir það þó mjög góða tilfinningu að vera komin heim. „Ég alveg ógeðslega spennt,“ segir Kristín. Hún segir að það fyrsta sem hún geri þegar hún hitti börnin verði að knúsa þau og kyssa. Þá segist hún spennt fyrir því að þurfa ekki að vera með grímu og hanska öllum stundum. Eins segir Kristín það hafa verið afar erfitt að vera svo lengi að heiman á þessum tímum. „Ég er búin að vera í Bandaríkjunum þar sem voru mótmæli og óeirðir og ég er bara mjög spennt að vera komin heim.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. Hún segist fegin að vera komin til Íslands, þar sem hún hafi ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Fréttastofa náði tali af Kristínu í morgun þar sem hún var nýkomin út úr flugstöðinni. Þar sagðist hún hafa komið til landsins í gegn um London. „Þar áður var ég í Bandaríkjunum og Argentínu, þar sem ég fékk Covid.“ Kristín segist hafa beðið færis á að komast til Íslands síðan í mars á þessu ári. „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum, þannig að ég er mjög spennt að vera komin,“ segir Kristín sem segist ekki hafa leitast eftir því að koma til landsins með vöruflugi. Hún segir það þó mjög góða tilfinningu að vera komin heim. „Ég alveg ógeðslega spennt,“ segir Kristín. Hún segir að það fyrsta sem hún geri þegar hún hitti börnin verði að knúsa þau og kyssa. Þá segist hún spennt fyrir því að þurfa ekki að vera með grímu og hanska öllum stundum. Eins segir Kristín það hafa verið afar erfitt að vera svo lengi að heiman á þessum tímum. „Ég er búin að vera í Bandaríkjunum þar sem voru mótmæli og óeirðir og ég er bara mjög spennt að vera komin heim.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36