Skimun gengið vel en einum snúið við til London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 12:36 Einn Bandaríkjamaður sem kom með flugi Wizz air frá London var sendur til baka með sömu vél. Vísir/Frikki Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00