Versta frumraun félags í 62 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 15:00 Það voru svolítil læti í leik Blika og Gróttumanna á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Daníel Þór Grótta spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla. Grótta slapp reyndar ágætlega frá leiknum miðað við allt. Blikar skoruðu nokkur mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu og Blikarnir fengu líka fjölda tækifæra til viðbótar til að bæta við mörkum. Gróttumenn voru síðan manni færri síðasta hálftímann en töpuðu honum bara 1-0. Þetta eru samt verstu úrslit hjá félagi í sínum allra fyrsta leik í 62 ár eða síðan að Keflavík tapaði 1-5 á móti ÍA í frumraun sinni sumarið 1958. Bítlarnir urðu ekki til í Liverpool fyrr en tveimur árum síðar þegar Bítlabærinn eignaðist sitt fyrsta efstudeildarlið fyrir meira en sex áratugum síðan. Kærumál sáu líka til þess að fyrsti leikur Keflavíkur var ekki spilaður fyrr en í júlímánuði. 22 félög hafa spilað sinn fyrsta leik í efstu deild frá og með því að Keflvíkingar stigu sín fyrstu spor sumarið 1958. Sex þeirra hafa náð að vinna sinn fyrsta leik og alls hafa tíu af þessum nýliðum náð í stig í frumraun sinni. Gróttumenn enduðu í hópi með þessum tólf félögum sem hafa gengið stigalaus til búningsklefa eftir sinn allra fyrsta leik í deild þeirra bestu. Allra fyrsti leikur félaga í efstu deild karla: Félög sem hafa fagnað sigri í frumraun sinni frá 1958 (6): 1968: ÍBV vann 3-1 sigur á Val 1975: FH vann 1-0 sigur á Fram 1990: Stjarnan vann 2-0 sigur á Þór Ak. 1997: Skallagrímur vann 3-0 sigur á Leiftri 2008: Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti 2015: Leiknir vann 3-0 sigur á ValFélög sem hafa gert jafntefli í frumraun sinni frá 1958 (4): 1978: KA gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik 1988: Leiftur gerði 0-0 jafntefli við ÍA 1998: ÍR gerði 1-1 jafntefli við Grindavík 2007: HK gerði 0-0 jafntefli við Víking Félög sem hafa tapað í frumraun sinni frá 1958 (12): 1958: Keflavík tapaði 1-5 fyrir ÍA 1962: ÍBÍ tapaði 0-2 fyrir KR 1971: Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Fram 1977: Þór Ak. tapaði 2-3 fyrir Keflavík 1979: Haukar töpuðu 1-3 fyrir KA 1985: Víðir tapaði 0-1 fyrir FH 1987: Völsungur tapaði 2-4 fyrir Keflavík 1989: Fylkir tapaði 0-1 fyrir Fram 1995: Grindavík tapaði 1-2 fyrir Keflavík 2010: Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki 2013: Víkingur Ó. tapaði 1-2 Fram 2020: Grótta tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Grótta spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla. Grótta slapp reyndar ágætlega frá leiknum miðað við allt. Blikar skoruðu nokkur mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu og Blikarnir fengu líka fjölda tækifæra til viðbótar til að bæta við mörkum. Gróttumenn voru síðan manni færri síðasta hálftímann en töpuðu honum bara 1-0. Þetta eru samt verstu úrslit hjá félagi í sínum allra fyrsta leik í 62 ár eða síðan að Keflavík tapaði 1-5 á móti ÍA í frumraun sinni sumarið 1958. Bítlarnir urðu ekki til í Liverpool fyrr en tveimur árum síðar þegar Bítlabærinn eignaðist sitt fyrsta efstudeildarlið fyrir meira en sex áratugum síðan. Kærumál sáu líka til þess að fyrsti leikur Keflavíkur var ekki spilaður fyrr en í júlímánuði. 22 félög hafa spilað sinn fyrsta leik í efstu deild frá og með því að Keflvíkingar stigu sín fyrstu spor sumarið 1958. Sex þeirra hafa náð að vinna sinn fyrsta leik og alls hafa tíu af þessum nýliðum náð í stig í frumraun sinni. Gróttumenn enduðu í hópi með þessum tólf félögum sem hafa gengið stigalaus til búningsklefa eftir sinn allra fyrsta leik í deild þeirra bestu. Allra fyrsti leikur félaga í efstu deild karla: Félög sem hafa fagnað sigri í frumraun sinni frá 1958 (6): 1968: ÍBV vann 3-1 sigur á Val 1975: FH vann 1-0 sigur á Fram 1990: Stjarnan vann 2-0 sigur á Þór Ak. 1997: Skallagrímur vann 3-0 sigur á Leiftri 2008: Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti 2015: Leiknir vann 3-0 sigur á ValFélög sem hafa gert jafntefli í frumraun sinni frá 1958 (4): 1978: KA gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik 1988: Leiftur gerði 0-0 jafntefli við ÍA 1998: ÍR gerði 1-1 jafntefli við Grindavík 2007: HK gerði 0-0 jafntefli við Víking Félög sem hafa tapað í frumraun sinni frá 1958 (12): 1958: Keflavík tapaði 1-5 fyrir ÍA 1962: ÍBÍ tapaði 0-2 fyrir KR 1971: Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Fram 1977: Þór Ak. tapaði 2-3 fyrir Keflavík 1979: Haukar töpuðu 1-3 fyrir KA 1985: Víðir tapaði 0-1 fyrir FH 1987: Völsungur tapaði 2-4 fyrir Keflavík 1989: Fylkir tapaði 0-1 fyrir Fram 1995: Grindavík tapaði 1-2 fyrir Keflavík 2010: Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki 2013: Víkingur Ó. tapaði 1-2 Fram 2020: Grótta tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki
Allra fyrsti leikur félaga í efstu deild karla: Félög sem hafa fagnað sigri í frumraun sinni frá 1958 (6): 1968: ÍBV vann 3-1 sigur á Val 1975: FH vann 1-0 sigur á Fram 1990: Stjarnan vann 2-0 sigur á Þór Ak. 1997: Skallagrímur vann 3-0 sigur á Leiftri 2008: Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti 2015: Leiknir vann 3-0 sigur á ValFélög sem hafa gert jafntefli í frumraun sinni frá 1958 (4): 1978: KA gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik 1988: Leiftur gerði 0-0 jafntefli við ÍA 1998: ÍR gerði 1-1 jafntefli við Grindavík 2007: HK gerði 0-0 jafntefli við Víking Félög sem hafa tapað í frumraun sinni frá 1958 (12): 1958: Keflavík tapaði 1-5 fyrir ÍA 1962: ÍBÍ tapaði 0-2 fyrir KR 1971: Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Fram 1977: Þór Ak. tapaði 2-3 fyrir Keflavík 1979: Haukar töpuðu 1-3 fyrir KA 1985: Víðir tapaði 0-1 fyrir FH 1987: Völsungur tapaði 2-4 fyrir Keflavík 1989: Fylkir tapaði 0-1 fyrir Fram 1995: Grindavík tapaði 1-2 fyrir Keflavík 2010: Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki 2013: Víkingur Ó. tapaði 1-2 Fram 2020: Grótta tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki
Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira