Fjárhagslegt framlag Þýskalands til Evrópusambandsins mun aukast um 42% prósent, eða 13 milljarða evra sem samsvarar um 1.983 milljarða íslenskra króna, árlega á næstu árum. Aukningin er samkvæmt tillögu sem lögð hefur verið fram í Evrópuþinginu.
Tillagan fjallar um það, samkvæmt fréttastofur Die Welt, að aðildarríki Evrópusambandsins muni greiða um 1,075 prósent vergrar landsframleiðslu sinnar (GDP) næstu sjö árin. Tillagan miðar við verga landsframleiðslu ríkjanna árið 2018 og þýðir það að löndin muni samtals greiða um 1,1 trilljón evra til Evrópusambandsins.
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í fjarfundarbúnaði á föstudag til að ræða fjárlög Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2021-2027 auk þess sem kórónuveirujöfnunarsjóður verður ræddur.