Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 11:53 Þórólfur telur ekki líklegt að sambærileg staða komi upp á Íslandi. Við gætum þó átt von á að stök smit komi upp. Vísir/vilhelm Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54