Opið bréf til dómsmálaráðherra Arney Íris E. Birgisdóttir skrifar 14. júní 2020 08:00 Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Lögreglan Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar