Opið bréf til dómsmálaráðherra Arney Íris E. Birgisdóttir skrifar 14. júní 2020 08:00 Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Lögreglan Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar