Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 11:22 Víðir Reynisson sést hér á einum af fjölmörgum upplýsingafundum sem haldnir voru síðastliðna mánuði. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir ekkert ríki heims raunverulega vita hvernig eigi að standa að opnun landamæra í kjölfar heimsfaraldurs. Hann segir sætaframboð hingað til lands meira en búist hafi verið við og vonast til að sem flestir geti fengið vinnu sem fyrst í kjölfar opnunar landsins. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í dag. „Þetta eru ótrúlega margir sem koma að þessu. Þetta er miklu meira en maður hélt þegar maður byrjaði að spá í þessu,“ segir Víðir. hann segist hafa talið í fyrstu að opnun landamæranna snerist eingöngu um að koma upp skimunaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. „En það er náttúrulega verið að opna landið aftur eftir lokun, þó svo það hafi verið eitthvert streymi af fólki inn til landsins. Það er bara margt ótrúlega flókið og það er gaman að fylgjast með öllum þeim aðilum sem eru að byggja upp sína starfsemi aftur, ISAVIA, Keflavíkurflugvelli og landamæralögreglunni og fleiri sem eru að setja sitt kerfi allt saman í gang.“ Hann segir marga hafa gripið í neyðarhemla þegar faraldur kórónuveirunnar hafa látið á sér kræla. Nú sé verið að byggja starfsemi víða upp aftur. Meira sætaframboð hingað en gert var ráð fyrir Víðir segir allt til reiðu svo hægt verði að skima komufarþega á Keflavíkurflugvelli. „Þetta breytist pínulítið dag frá degi. Þegar við byrjuðum þennan undirbúning að fullu fyrir hálfum mánuði vorum við með ákveðnar forsenur í fjölda flugvéla sem voru að koma og fulla sætisgetu. Þá sýndist okkur að sá dagur í júní sem yrði stærstur og byði upp á flest sæti yrði um 800 sæti. Þau eru á fjórða þúsund í dag,“ segir Víðir. Hann bendir þó á að þrátt fyrir meira sætaframboð en gert var ráð fyrir í fyrstu sé alls óvíst hvort öll sæti verði nýtt. Hann segir þó jákvæð teikn á lofti og útlit fyrir að ferðamenn hafi áhuga á að koma hingað til lands. Greinilegt sé að við eigum von á gestum. Það veit enginn hvernig á að opna land eftir faraldur Víðir bendir á að í raun viti enginn hvernig opna eigi land eftir heimsfaraldur eins og þann sem geisað hefur. „Í okkar tíð hefur þetta náttúrulega ekkert gerst og samgöngur hér fyrir 100 árum voru með dálítið öðrum hætti en þær eru í dag. Samfélagið hefur aldrei gengið í gegnum svona atburð áður.“ Víðir segir þá að hluti skimunarverkefnisins felist í gagnasöfnun fyrir hættumat. Mikil vinna hafi verið lögð í það að undirbúa opnun landsins. Um leið og fyrstu hömlur hafi verið settar á hafi verið hugað að útfærslum á afléttingu þeirra. „Hluti af þeirri vinnu er að gera áhættumat og átta sig á því hvað gerist við samfélagið með hverju skrefi. Þetta hefur verið eitt mesta myrkrið í tengslum við þetta allt saman, hvað gerist þegar við opnum landamærin.“ Víðir mun sitja fyrir svörum á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum klukkan 14 í dag. Ásamt honum verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Víðir segir afar erfitt að leggja mat á hættuna sem fylgir því að fá ferðalanga frá öðrum ríkjum hingað til lands. Hann segir þessa óvissu meðal annars helgast af því að skráning og söfnun gagna er mismunandi eftir ríkjum, sem og prófanir fyrir veirunni. Snýr að vinnu fjölda fólks Aðspurður segist Víðir skilja röksemdir þeirra sem vilja halda landinu lokuðu yfir sumarið og endurskoða stöðuna þá. „Á móti segjum við: Fyrir hvern einn og einasta einstakling sem við getum gert eitthvað svo hann fái vinnu, hljótum við að vilja leggja talsvert á okkur fyrir það. Þetta verkefni snýr náttúrulega að því að hundruð, jafnvel þúsundir manna, fái vinnu,“ segir Víðir og bætir við að hann þekki sjálfur, sem iðnaðarmaður, hvernig það er að vera atvinnulaus. Málið snúist því um að koma sem flestum í vinnu. „Þegar að meiri straumur verður, meira fólk vill fara að koma, að við séum tilbúin til að fleira fólk fái vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir ekkert ríki heims raunverulega vita hvernig eigi að standa að opnun landamæra í kjölfar heimsfaraldurs. Hann segir sætaframboð hingað til lands meira en búist hafi verið við og vonast til að sem flestir geti fengið vinnu sem fyrst í kjölfar opnunar landsins. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í dag. „Þetta eru ótrúlega margir sem koma að þessu. Þetta er miklu meira en maður hélt þegar maður byrjaði að spá í þessu,“ segir Víðir. hann segist hafa talið í fyrstu að opnun landamæranna snerist eingöngu um að koma upp skimunaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. „En það er náttúrulega verið að opna landið aftur eftir lokun, þó svo það hafi verið eitthvert streymi af fólki inn til landsins. Það er bara margt ótrúlega flókið og það er gaman að fylgjast með öllum þeim aðilum sem eru að byggja upp sína starfsemi aftur, ISAVIA, Keflavíkurflugvelli og landamæralögreglunni og fleiri sem eru að setja sitt kerfi allt saman í gang.“ Hann segir marga hafa gripið í neyðarhemla þegar faraldur kórónuveirunnar hafa látið á sér kræla. Nú sé verið að byggja starfsemi víða upp aftur. Meira sætaframboð hingað en gert var ráð fyrir Víðir segir allt til reiðu svo hægt verði að skima komufarþega á Keflavíkurflugvelli. „Þetta breytist pínulítið dag frá degi. Þegar við byrjuðum þennan undirbúning að fullu fyrir hálfum mánuði vorum við með ákveðnar forsenur í fjölda flugvéla sem voru að koma og fulla sætisgetu. Þá sýndist okkur að sá dagur í júní sem yrði stærstur og byði upp á flest sæti yrði um 800 sæti. Þau eru á fjórða þúsund í dag,“ segir Víðir. Hann bendir þó á að þrátt fyrir meira sætaframboð en gert var ráð fyrir í fyrstu sé alls óvíst hvort öll sæti verði nýtt. Hann segir þó jákvæð teikn á lofti og útlit fyrir að ferðamenn hafi áhuga á að koma hingað til lands. Greinilegt sé að við eigum von á gestum. Það veit enginn hvernig á að opna land eftir faraldur Víðir bendir á að í raun viti enginn hvernig opna eigi land eftir heimsfaraldur eins og þann sem geisað hefur. „Í okkar tíð hefur þetta náttúrulega ekkert gerst og samgöngur hér fyrir 100 árum voru með dálítið öðrum hætti en þær eru í dag. Samfélagið hefur aldrei gengið í gegnum svona atburð áður.“ Víðir segir þá að hluti skimunarverkefnisins felist í gagnasöfnun fyrir hættumat. Mikil vinna hafi verið lögð í það að undirbúa opnun landsins. Um leið og fyrstu hömlur hafi verið settar á hafi verið hugað að útfærslum á afléttingu þeirra. „Hluti af þeirri vinnu er að gera áhættumat og átta sig á því hvað gerist við samfélagið með hverju skrefi. Þetta hefur verið eitt mesta myrkrið í tengslum við þetta allt saman, hvað gerist þegar við opnum landamærin.“ Víðir mun sitja fyrir svörum á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum klukkan 14 í dag. Ásamt honum verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Víðir segir afar erfitt að leggja mat á hættuna sem fylgir því að fá ferðalanga frá öðrum ríkjum hingað til lands. Hann segir þessa óvissu meðal annars helgast af því að skráning og söfnun gagna er mismunandi eftir ríkjum, sem og prófanir fyrir veirunni. Snýr að vinnu fjölda fólks Aðspurður segist Víðir skilja röksemdir þeirra sem vilja halda landinu lokuðu yfir sumarið og endurskoða stöðuna þá. „Á móti segjum við: Fyrir hvern einn og einasta einstakling sem við getum gert eitthvað svo hann fái vinnu, hljótum við að vilja leggja talsvert á okkur fyrir það. Þetta verkefni snýr náttúrulega að því að hundruð, jafnvel þúsundir manna, fái vinnu,“ segir Víðir og bætir við að hann þekki sjálfur, sem iðnaðarmaður, hvernig það er að vera atvinnulaus. Málið snúist því um að koma sem flestum í vinnu. „Þegar að meiri straumur verður, meira fólk vill fara að koma, að við séum tilbúin til að fleira fólk fái vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira