Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2020 19:31 Horft úr brú Dettifoss á Súesskurðinn á siglingunni í gær. Sextán Íslendingar eru í áhöfn skipsins. Mynd/Eimskip. Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum: Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. Klukka, sem sjá má neðst vinstramegin á myndbandinu, sýnir að það var um klukkan 5.30 um morguninn sem Dettifoss sigldi inn í suðurmynni skurðsins við borgina Súes við Rauðahafið. Síðdegis sama dag, um klukkan 15.30, sigldi hann svo út úr norðurmynni skurðsins við borgina Port Said og út á Miðjarðarhaf. Dettifoss er stærsta skip í eigu Íslendinga, 180 metra langt og 31 metra breitt.Mynd/TLS SHIPPING & TRADING. Skipið var nú síðdegis á siglingu á milli Grikklands og Líbíu, sunnan við eyjuna Krít og var hraðinn um sextán hnútar, að því er sjá mátti á siglingasíðunni marinetraffic.com. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem tekur þátt í samsiglingum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem hefjast á morgun, 12. júní. Dettifoss nálgast Suez Canal-brúna í borginni Port Said. Brúin hefur raunar mörg nöfn, þar á meðal Mubarak-friðarbrúin, Egypsk-japanska friðarbrúin, Al Salam-friðarbrúin og einfaldlega Friðarbrúin. Afríka telst vera vestan megin en Asía austan megin.Mynd/Eimskip. Súesskurðurinn er ein mikilvægasta skipaleið heims. Opnun hans árið 1869 hafði gríðarleg áhrif á heimsviðskipti enda stytti skurðurinn siglingaleiðina milli Evrópu og Asíu um yfir 8.200 kílómetra. Áður þurfti að sigla fyrir syðsta odda Afríku. Tíu ár tók að grafa skurðinn undir forystu Frakkans Ferdinands de Lesseps. Frakkar og Bretar fóru lengst af með yfirráðin í gegnum félagið Suez Canal Company, allt þar til Nasser Egyptalandsforseti þjóðnýtti skurðinn árið 1956. Súesskurðurinn hefur í gegnum 150 ára sögu sína ítrekað orðið tilefni átaka og styrjalda. Það lýsir vel þýðingu hans fyrir jarðarbúa að almennt er orðið viðurkennt að skurðurinn marki skilin milli Afríku og Asíu. Sérstakur alþjóðasáttmáli gildir um skurðinn sem heimilar skipum allra þjóða að nota hann, jafnt á friðar- sem stríðstímum, og má engan greinarmun gera á þjóðerni þeirra sem mega fara um hann. Í þessu myndbandi frá Eimskip má upplifa hvernig er að sigla í gegnum þetta heimssögulega mannvirki á 4 mínútum og 29 sekúndum:
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kín Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent