Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.
Á dögunum kom út lagið Volcano Man á YouTube-síðu Netflix þar sem sjá prúðbúnar persónur Will Ferrell og leikkonunnar Rachel McAdams – þau Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir – flytja lagið.
Daði Freyr birti hefur nú birt myndband á sinni síðu þar sem hann flytur lagið Volcano Man en Daði og Gagnamagnið áttu að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam á þessu ári, en keppninni var aflýst.
Hér að neðan má sjá flutning Daða á laginu.