Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 22:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira