Systir Kim skipar sér stærri sess Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 12:00 Kim Jong Un og Kim Yo Jong í september 2018. Þá hafði hann hitt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og eru þau að skrifa undir yfirlýsingu í kjölfar fundarins. Vísir/AP Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira