Körfubolti

Vestri teflir fram kvennaliði í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stúlknaflokkur körfuknattleiksdeildar Vestra verður uppistaðan í hinum nýja meistaraflokki Vestra sem tekur slaginn í 1. deild á næsta tímabili. Myndin er frá tímabilinu 2018-2019.
Stúlknaflokkur körfuknattleiksdeildar Vestra verður uppistaðan í hinum nýja meistaraflokki Vestra sem tekur slaginn í 1. deild á næsta tímabili. Myndin er frá tímabilinu 2018-2019. mynd/vestri

Vestri teflir fram liði í 1. deild kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Þetta verður í fyrsta sinn sem meistaraflokkur kvenna er keppir undir merkjum Vestra og í fyrsta sinn í fimm ár sem meistaraflokkur kvenna er starfræktur fyrir vestan.

Þjálfari kvennaliðs Vestra verður Pétur Már Sigurðsson en hann stýrir einnig karlaliði félagsins. Hann þjálfaði kvennalið KFÍ á árunum 2011-13 og var nálægt því að fara með það upp í Domino's deildina.

Í fréttinni á heimasíðu Vestra kemur fram að kvennalið félagsins verði að mestu skipað leikmönnum á aldrinum 15-18 ára. Þeir hafa spilað upp alla yngri flokka félagsins og kepptu í stúlknaflokki á síðasta tímabili.

Níu lið verða í 1. deild kvenna á næsta tímabili: Vestri, Stjarnan, Tindastóll, Grindavík, Njarðvík, Ármann, ÍR, Hamar/Þór og Fjölnir b.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×