Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. júní 2020 19:46 Bryndís, Ragnhildur og Atli eru foreldrar barna í hverfinu. Vísir/Baldur Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira