5 dagar í Pepsi Max: Sautján ár síðan KR vann titilinn eftir að hafa verið spáð honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 12:10 Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum í fyrrahaust og byrjaði þetta tímabil á því að taka við bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/Haraldur Guðjónsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti