Erlent

Bjargað eftir sex daga í brunni á Balí

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn fótbrotnaði við fallið.
Maðurinn fótbrotnaði við fallið. Basarnas Bali

Breskum manni var um helgina bjargað upp úr brunni sem hann féll ofan í á eyjunni Balí, en þar hafði hann þurft að dúsa í heila sex daga.

Hinn 29 ára gamli Jason Roberts fótbrotnaði við fallið en hann datt ofan í brunninn þegar hann var á hlaupum á undan hundi sem var að áreita hann í grennd við þorpið Pecatu.

Brunnurinn var um fjórir metrar á dýpt og þurr en sökum fótbrotsins komst hann ekki upp. Lítill pollur var í botni brunnsins sem sennilega hefur haldið lífinu í Roberts allan þennan tíma.

Að lokum heyrði þorpsbúi köll hans um hjálp og björgunarsveitir náðu að hífa Bretann upp.

Bæinn Pecatu er að finna nærri Nusa Dua sem er vinsæll ferðamannastaður á eynni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×