Icelandair flýgur til ellefu áfangastaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:52 Icelandair hefur að undanförnu aðeins flogið til þriggja áfangastaða. Þann 15. júní bætast sjö við. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira