Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 16:26 Donald Trump, hér á fundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að minnka verulega þann fjölda hermanna sem staðsettir eru í Þýskalandi. Getty/Ralf Hirschberger Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira