Gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis fellt úr gildi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 23:20 Maðurinn hlaut tólf mánaða dóm í mars fyrir annað ofbeldisbrot. Vísir/frikki Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn á sunnudag grunaður um heimilisofbeldi. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 26. júní en sá úrskurður var kærður. RÚV greinir frá. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára kærustu sína. Hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar á kærustuna og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Blóðugur í framan og skólaus Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna tilkynning um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Dómsmál Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn á sunnudag grunaður um heimilisofbeldi. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 26. júní en sá úrskurður var kærður. RÚV greinir frá. Maðurinn var á reynslulausn eftir að hafa hlotið tólf mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára kærustu sína. Hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í október síðastliðnum vegna árásarinnar á kærustuna og hafði þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var handtekinn um helgina eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Blóðugur í framan og skólaus Árasin á fyrrverandi kærustu mannsins á sínum tíma þótti afar hrottafengin. Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna tilkynning um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Kærastan, sem var á þeim tíma sautján ára gömul, hlaut alvarlega áverka í andliti; augntóftargólfsbrot báðu megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Dómurinn taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis.
Dómsmál Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira