Telur Ísland ekki vera að heltast úr markaðssetningarlestinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 20:42 Ferðamenn gætu farið að tínast til landsins næsu mánuði. Vísir/vilhelm Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent