Einn er í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í tengslum við innbrot á þremur stöðum á Blönduósi í nótt þar sem verðmætum var stolið.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar þar segir að innbrotin séu rannsökuð í samvinnu við lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu og lögregluna á Norðurlandi eystra.
Þá var einn gripinn glóðvolgur á Sauðárkróki síðdegis í þar sem viðkomandi var að grípa verkfæratösku úr bíl sem lagt var við heimahús.
Biður lögreglan fólk um að vera vel á varðbergi gagnvart grunnsamlegum mannaferðum og hafa samband við lögreglu ef ástæða er til. Þá er fólki bent á að ganga vel frá verðmætum og læsa bílum.